NÝLEGAR EIGNIR
Aðalstræti 38 0 600 Akureyri
Aðalstræti 38 0
Einbýli / 3 herb. / 239 m2
134.900.000Kr.
Einbýli
3 herb.
239 m2
134.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Um er að ræða eitt fyrsta húsið sem byggt er í Innbænum á Akureyri, Aðalstræti 38 sem stendur á eignarlóð. Staðsetning eignarinnar er afar góð og eftirsóknaverð með frábæru útsýni til austurs og inn Eyjafjörðinn.  Húsið sem er 165,4 fm. er á þremur hæðum, hefur verið algjörlega endurnýjað og engu til sparað í þeim breytingum og viðbótum sem gerðar voru. Við húsið er mjög skjólsæl og falleg verönd en umhverfi og lóð er öll hin snyrtilegasta. Ögn ofar í brekkunni stendur bakhús sem er skráð 73,6 fm. en milliloft er yfir öllum gólffleti neðri hæðar og því raunstærð þess töluvert meiri. Eignin skiptist í neðri hæð sem er samtals 63,6 fm. og undir bita er um 1,9 metra lofthæð, aðalhæð skráð 66,8 fm og ris sem er skráð 35 fm. auk fermetra undir súð.  Aðalhæðin Forstofa er með parket á gólfi, opnu fatahengi, glæsilegt veggfóður á vegg og þaðan er uppgengt á efri hæð um nýjan glæsilegan stiga.  Eldhús er með parket á gólfi, glæsileg ný innrétting með innbyggðri uppþvottavél og ísskáp. Mjög falleg og vönduð svört SMEG gaseldavél með þremur ofnum og háfur sömu gerðar. Vínkælir í innréttingu og hvít hillusamstæða við hlið innréttingar fylgir. Afar gott útsýni til austurs er úr eldhúsi.  Stofa og borðstofa er í opnu rými og mjög rúmgóð. Þar er sama parket á gólfi og á allri hæðinni utan baðherbergis og þaðan er frábært útsýni eins og raunar úr eldhúsi og víðar úr húsinu. Bitar milli hæða eru sýnilegir og gefa rýminu mikin karakter. Útgengt er út á verönd til vesturs úr stofu.   Baðherbergi  á hæðinni er endurnýjað og með glæsilegar flísar á gólfi og panil klædda veggi. Einnig hafa gamlir bitar verið notaðir á afar skemmtilegan hátt í rýminu. Baðkar, blöndunartæki og vaskur eru afar vönduð og þá er skápur á baðherberginu sem fylgir.    Ris  Svefnherbergi eru tvö áhæðinni undir súð að hluta. Hjónaherbergið er afar rúmgott með góðu skápaplássi, uppteknu lofti og bitarnir fá svo sannarlega að njóta sín í herberginu eins og í öllu risinu. Sjónvarpshol sem hægt væri að stúka af og gera að svefnherbergi er afar rúmgott og bjart með bæði glugga til norðurs og þakglugga. Parket er á gólfum í risi, sömu tegundar og á aðalhæðinni.    Neðri hæð  er með þvottahúsi, geymslu og vinnuherbergi/stofa. Góður nýr stigi er milli hæða og þá er einnig innangengt að utan um litla hurð. Það rými eins og önnur hefur einnig verið mikið endurnýjað með góðri innréttingu í þvottahúsi, nýrri stigauppgöngu og margt fleira.   Sólpallur við húsið hefur verið endurnýjaður með nýjum skjólveggjum og nýrri girðingu fyrir framan húsið. Skjólveggir í kringum sólpall eru nú í sama stíl og girðingin. Þá er gert ráð fyrir frárennsli svo hægt sé að koma fyrir heitum potti. Lóð er einnig vel við haldið og snyrtileg.  Bakhús  stendur fyrir ofan einbýlishúsið í brekkunni, byggt árið 1901 þá sem útihús og síðar notað sem smíðaverkstæði.  Búið er að rífa innan úr því öllu og setja dúk utan á það þannig að það er klárt undir klæðningu og búið að einangra þakið og setja nýtt járn á það. Einnig er búið að endursmíða norðurgaflinn á verkstæðinu. Aðeins er rafmagn í húsinu en ekki vatn. Miklir möguleikar á ýmiss konar notkun er á bakhúsinu.  Annað: **Eignin getur verið laus við samningsgerð** -Mjög góð staðsetning í Innbænum. -Eignarlóð.  -Viðhald síðan í ágúst 2022:      Gamla glæðningin á húsinu gerð upp máluð og varin.      Þak málað og nýjar snjógildrur.      Skrautlistar í kringum glugga endurnýjaðir og málaðir.      Sökkull málaður.      Ný útidyrahurð í aðalinngangi og svalahurð.      Öll pípulögn og raflögn ný í húsinu.      Nýjir glæsilegir pottofnar í öllu húsinu.      Drenað innan frá á neðri hæð      Í raun er allt nýtt í húsinu annað en grindin í húsinu sem var svo gott sem stráheil og klæðningin sem var samt máluð. Annað viðhald:      Tröppur lagaðar og steyptar 2018.      Járn og pappi á þaki og þakgluggi endurnýjaður 2015.      Gler endurnýjað í gluggum einbýlishúss og lausafög ný eða endurnýjuð. Aðalstræti 38 er sögufrægt hús og verkstæði sem áður hýsti Smámunasafn Sverris Hermannssonar.  Skráð byggingaár er 1892 og bakhús sem áður var smíðaverkstæði var byggt síðar eða 1901.  Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955   
NÝLEGAR EIGNIR
Vanabyggð 9 - neðri hæð 0 600 Akureyri
Vanabyggð 9 - neðri hæð 0
Fjölbýli / 4 herb. / 112 m2
60.900.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
112 m2
60.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala  Vanabyggð 9 - 101  Um er að ræða mikið endurnýjaða fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð  með sér inngangi í tvíbýlishúsi. Eitt bílastæði tilheyrir íbúðinni, verönd til suð-vesturs og geymsluskúr á lóð.  Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Einnig tilheyrir eigninni í sameign hússins, sér þvottahús og tvær geymslur auk sameignarrýma.  Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.  Svefnherbergin eru þrjú öll eru þau  með parketi á gólfi og er skápur í tveimur þeirra en skápur fram á gangi tilheyrir þriðja.  Stofa  er björt og rúmgóð með parketi á gólfi. Borðstofa er milli stofu og eldhúss, þar eru flísar á gólfi og gólfhiti. Útgengt út á verönd til suðvesturs.   Eldhús með flísum á gólfi og gólfhita. Góð innrétting í eldhúsi með stæði fyrir uppþvottavél. Baðherbergi með flísum á gólfi, innrétting við vask, handklæðaofn og sturta með glervængjum. Opnanlegur gluggi er á baði.  Þvottahús er sér og geymslur eru í sameign hússins innangengt úr íbúð. Einnig er hægt að ganga beint inn í sameign um sameiginlegan inngang. Tvær sér geymslur auk opið sameignarrými.  Annað:  **Getur verið laus fljótlega** -Húsið málað að utan fyrir ca 5 árum.  -Gler hefur verið endurnýjað að mestu, móða í tveimur opnalegum fögum.  -Rafmagnstafla endurnýjuð -Búið að endurnýja rafmagnstengla og draga nýjar lagnir í hluta -Sameign máluð fyrir nokkrum árum  -Baðherbergi endurnýjað fyrir 4 árum -Eldhúsinnrétting endurnýjuð fyrir nokkrum árum -Geymsluskúr á lóð sem fylgir óeinangraður en með rafmagni og er um 8 fm.  -Rafmagn og hiti eru aðskilin milli íbúða -Mjög skemmtileg staðsetning, stutt í grunn- og framhaldsskóla ásamt Sundlaug Akureyrar.    Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S: 464 9955    
NÝLEGAR EIGNIR
Jóninnuhagi 3 - 202 0 600 Akureyri
Jóninnuhagi 3 - 202 0
Fjölbýli / 4 herb. / 97 m2
66.900.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
97 m2
66.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Jóninnuhagi 3 - 202 Mjög vel skipulögð og björt fjögurra herbergja íbúð með sér þvottahúsi á 2. hæð í tveggja hæða fjölbýlishúsi í Hagahverfi byggt 2022. Íbúðin er 97 fm. þar af er geymsla í sameign 3,4 fm., auk þess eru mjög rúmgóðar svalir eða 12,7 fm. sem snúa til suðurs. Breytingar voru gerðar á upprunalegu innréttingum frá byggingaraðila, eyja í eldhúsi var færð frá vegg og allar innréttingar eru hvítar sem og innihurðir.  Eignin skiptist í anddyri, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu og eldhús í opnu rými og þvottahús.  Anddyri er með gráar flísar á gólfi og fataskápur er á gangi. Barnaherbergi eru tvö , sitthvoru megin við anddyri, bæði með parket á gólfi og fataskáp.  Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, gráar á gólfi og hvítar á veggjum, mjög rúmgóð innrétting í kringum vask með góðu skápaplássi og speglaskáp, upphengt salerni og sturta með vængjahurðum. Hjónaherbergi er við hlið stofu, með parket á gólfi og góðum fataskápum.  Stofa og eldhús eru í opnu rými sem er afar rúmgott og bjart, samtals tæplega 40 fm. nýtingarými. Parket er á gólfi, útgengt út á svalir úr stofu, og glæsileg innrétting á vegg með tækjaskáp auk eyju. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél fylgja með.  Þvottahús er inn af eldhúsi með góðri innréttingu, stæði fyrir þvottavél og þurrkara, vaski og góðu bekkjarplássi, viftu auk opnanlegs fags. Annað: -Gólfhiti í allri íbúðinni -Allir rofar og innstungur hvítar -Bílastæði eru malbikuð en stéttar steyptar með hita auk þess sem hiti er í stæðum fyrir hreyfihamlaða -Sér inngangur af svalagangi -Hleðslustöðvar eru komnar við húsið fyrir rafmagnsbíla -Stutt í útivistarparadís að Hömrum og í Kjarnaskógi  Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S: 464 9955    
NÝLEGAR EIGNIR
Áshlíð 10 603 Akureyri
Áshlíð 10
Einbýli / 5 herb. / 171 m2
89.900.000Kr.
Einbýli
5 herb.
171 m2
89.900.000Kr.
Opið hús: 18. júní 2024 kl. 16:30 til 17:00.      Fasteignasalan Byggð 464-9955- Einkasala Áshlíð 10 **Eignin getur verið laus við kaupsamning** Skemmtilegt og vel skipulagt einbýlishús með stakstæðum bílskúr á vinsælum stað í Glerárhverfi. Eignin stendur á hornlóð og er garðurinn bæði gróinn og skjólsæll og snýr til vesturs eins og timburverönd sem við það stendur. Eignin er samtals 171,9 fm. en þar af er bílskúr 28 fm. og stendur efst á lóðinni.  Eignin skiptist í forstofu, stofu og borðstofu, eldhús, búr, baðherbergi, 4 svefnherbergi og þvottahús og geymslu þar sem einnig er bakdyrainngangur.  Forstofa er með flísar á gólfi og þar er ný útidyrahurð.  Stofa og borðstofa er í mjög björtu og opnu rými með parket á gólfi og upptekið loft. Útgengt er úr borðstofu á timburverönd með fallegri lýsingu eins og er líka í garði.  Eldhús er með parket á gólfi, hvítri innréttingu með stæði fyrir 45 cm. uppvottavél og bakaraofn í vinnuhæð. Þá er borðkrókur og búr inn af eldhúsinu með glugga og opnanlegu fagi.  Svefnherbergi eru fjögur , öll á svefnherbergis palli sem er hálfri hæð ofar en önnur rými. Það er parket á gólfi og skápar í tveimur þeirra. Baðherbergi er einnig á hæðinni, þar eru flísar á gólfi og veggjum að hluta, baðkar með sturtutækjum, innrétting í kringum vask með speglaskáp og gluggi með opnanlegu fagi.  Þvottahús og bakdyrainngangur er við hlið eldhúss. Þar eru flísar á gólfi og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.   Bílskúr er stakstæður, með nýlegri innkeyrsluhurð og þá er inngönguhurð á austurhlðinni. Rafmagn er í skúrnum. Gott bílastæði er fyrir framan bílskúr.  Annað:  -Í búri sem er inn af eldhúsi eru ofnalagnir sem hægt er að tengja og var það rými upphaflega hugsað sem herbergi. -Rafmagn hefur verið endurnýjað að öllu leiti, bæði dregið í og skipt um allt í töflu -Gluggar og hurð í stofu og útidyrahurðir eru nýjar frá Skanva -Búið að skipta um einhverja ofna  -Hitaþráður í rennum -Stutt í nýjan ungbarnaleikskóla og grunnskóla auk verslunar og þjónustu ýmiskonar -Húsið er teiknað af Mikael Jóhannessyni arkitekt Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S: 464 9955    
NÝLEGAR EIGNIR
Keilusíða 12 i (301) 0 603 Akureyri
Keilusíða 12 i (301) 0
Fjölbýli / 3 herb. / 68 m2
38.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
68 m2
38.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala  Keilusíða 12 i - 301  Vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi í nálægð við leik- og grunnskóla. Eignin er skráð samkvæmt HMS 68,4 fm. en auk þess er sér geymsla í sameign sem er tæpir 6 fm. og raun stærð því nær 74 fm.  Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, tvö svefnherbergi, eldhús og stofu. Einnig fylgir sér geymsla í sameign hússins ásamt hlutdeild í góðum sameignarrýmum í kjallara. Eignin er skráð samtals 68,4 fm. að stærð auk geymslu.  Forstofa með paket á gólfi og lausum fataskáp sem getur fylgt.  Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum, baðkar með sturtutækjum, innrétting við vask og er þar stæði fyrir þvottavél og stór spegill.  Svefnherbergin eru tvö, bæði með dúk á gólfi og er laus fataskápur í stærra herberginu sem getur fylgt.  Stofa og eldhús í opnu rými með parketi á gólfi. Útgengi út á svalir til suðurs úr stofu. Innrétting í U með flísum milli efri og neðri skápa. Sér geymsla í sameign hússins fylgir íbúðinni.  Annað:  -Sér merkt bílastæði -Stutt í leik- og grunnskóla -Húsið málað að utan sumarið 2023  -Vart við einhverjar rakaskemmdir í sameign í kjallara Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955   
NÝLEGAR EIGNIR
Hrafnagilsstræti 37 - efri hæð 600 Akureyri
Hrafnagilsstræti 37 - efri hæð
Fjölbýli / 5 herb. / 167 m2
69.900.000Kr.
Fjölbýli
5 herb.
167 m2
69.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Hrafnagilsstræti 37 - Efri sérhæð Góð fimm herbergja efri sérhæð í tvíbýlishúsi staðsett á eftirsóttum stað á brekkunni.   Komið er inn í forstofu og þaðan gengið upp á stigapall.  Stofa er rúmgóð með gluggum til suðurs, í stofu er borðstofa og sjónvarpshol .  Eldhús er með hvítri innréttingu innaf eldhúsi er búr.  Á gangi eru fjögur svefnherbergi auk baðherbergis, fastur skápur er á gangi auk þess sem eitt barnaherbergjanna er með innbyggðum föstum skáp.  Baðherbergi er flísalagt þar er hiti í gólfi, sturtuklefi, handklæðaofn, opnanlegur gluggi og ágæt innrétting við vask. Sérinngangur er í þvottahús og við hlið þess er geymsla undir tröppur. innangengt er einnig í geymslu og þvottahús úr íbúð frá anndyri. Húsið er í almennt góðu ásigkomulagi og hefur fengið ágætt viðhald í gegn um tíðina.  Lóð er sameiginleg og eru tveir geymsluskúrar á lóð, austari skúrinn tilheyrir efri hæðinni.  Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955   
NÝLEGAR EIGNIR
Áshlíð 11 0 603 Akureyri
Áshlíð 11 0
Einbýli / 6 herb. / 285 m2
Tilboð
Einbýli
6 herb.
285 m2
Tilboð
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Áshlíð 11 Mjög vel staðsett og virðulegt 5-6 herbergja einbýlishús á pöllum með sambyggðum bílskúr í rólegri götu í Glerárhverfi. Húsið stendur á hornlóð en norðan við það er kvennfélagsreiturinn, opið svæði. Ofarlega á lóðinni er sólskáli þaðan sem er glæsilegt útsýni. Bílastæði með snjóbræðslu er við hlið húss og fyrir framan bílskúr. Húsið er á fjórum pöllum, komið er inn í forstofa, þaðan sem gengið er inn á hol. Tvö rúmgóð svefnherbergi og geymsla eru á hæðinni en annað herbergið hefur verið stækkað á kostnað bílskúrs. Hægt að breyta því til fyrra horfs. Innst af holi er gengið upp hálfa hæð inn í rými þar sem er að finna tvær geymslur, snyrtingu með salerni og vask, stóran sturtuklefa og þvottahús með góðri innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara og góðu skápaplássi. Búr er inn af þvottahúsi og þá er bakdyrainngangurinn á norðurhlið hússins, inn í þvottahús.  Aðalhæðin er aðgengileg bæði úr þvottahúsi og af holi neðri hæðar. Ef komið er upp af holi er komið upp stigann í sjónvarpshol. Rúmgóð og björt stofa er í suðurenda með stórum gluggum. Af sjónvarpsholi er svo útgengt út á svalir til austurs.  Eldhús er með fallegri eldri innréttingu og eldhúskrók. Stæði fyrir uppþvottavél og ísskáp er í innréttingu.  Svefnherbergisgangur er svo á efsta palli. Þar voru áður þrjú herbergi en tvö þeirra voru sameinuð í eitt stórt. Bæði herbergi eru með rúmgóðum skápum. Baðherbergi er á milli herbergja, þar er góð innrétting í kringum vask og baðkar við enda þess.  Mjög svo skjólsæl og sólrík steypt verönd sem snýr til suðvesturs er aðgengileg af svefnherbergisgangi.  Sólskálinn stendur ofarlega á lóðinni, hann var byggður hinn glæsilegasti árið 1991, er 26,4 fm en þarfnast orðið viðhalds. Þaðan er mjög fallegt útsýni til austurs og út Eyjafjörðinn að Kaldbak.  Eignin stendur miðsvæðis á Akureyri, steinsnar frá nýbyggðum ungbarnaleikskóla, grunnskóla, sundlaug og íþróttasvæði Þórs. Stutt í verslun og ýmsa þjónustu sem og tilvonandi heilsugæslu sem er í byggingu í Sunnuhlíð. Þá er miðbær Akureyrar í göngufæri.   Annað:  -Eignin hefur fengið gott viðhald í gegnum tíðina og er afar vel byggt -Húsið málað 2021 -Þakdúkur lagaður 2022, hitaþráður á þaki -Ljósleiðari -Bílskúr hefur verið minnkaður á kostnað svefnherbergis -Frárennslislagnir endurnýjaðar 1990 -Ofnalagnir og rafmagn endurnýjað 1980 -Leki varð við þakkant fyrir ofan eldhús sem hefur verið gert við að utan  Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955   
NÝLEGAR EIGNIR
Bakkahlíð 9 0 603 Akureyri
Bakkahlíð 9 0
Einbýli / 5 herb. / 175 m2
94.500.000Kr.
Einbýli
5 herb.
175 m2
94.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 Bakkahlíð 9 **Eignin getur verið laus við kaupsamning**  Virkilega vel skipulagt og vel við haldið einbýlishús á einni hæð með stakstæðum bílskúr á vinsælum stað í Þorpinu. Eignin er samtals 175,5 fm. að stærð en þar af er bílskúr 34,1 fm. en timburverönd snýr til suðvesturs.  Eignin skiptist í anddyri, hol, stofu, eldhús, 4 svefnherbergi, baðherbergi, snyrtingu, bakdyrainngang og þvottahús.   Anddyri er með flísum á gólfi og þar er fataskápur.  Hol er með flísar á gólfi og þaðan er gengið út á verönd. Í dag er það nýtt sem sjónvarpshol.  Stofa er mjög rúmgóð og björt með parket á gólfi. Þar er upptekið loft að hluta og kamína.  Eldhús er með flísar á gólfi, eldhúskrók, góðri innréttingu með stæði fyrir uppþvottavél, ísskáp og bakaraofn í vinnuhæð.  Svefnherbergi eru fjögur , öll með parket á gólfi og fataskápum.  Baðherbergi endurnýjað 2017, það er flísalagt í hólf og gólf, hvít innrétting með skúffum fyrir neðan vask, baðkar og sturta með vængjahurðum, upphengt salerni og handklæðaofn.  Bakdyrainngangur er með flísar á gólfi og góðri innréttingu með skápum og bekkjarplássi.  Snyrting er inn af bakdyrainngangi og þar eru flisar á gólfum og hluta veggja, upphengt salerni og vaskur.  Þvottahús og geymsla er svo við hlið snyrtingar.   Bílskúr er rúmgóður með rafmagnsinnkeyrsluhurð og inngönguhurð á vesturhlið. Flísar á gólfi og er upphitaður með affalli af húsinu. Annað:  -Skipt um pappa á þaki árið 2018 og sett tvöfalt lag. Þá voru þakrennur endurnýjaðar og settar út fyrir þakkannt -Einnig skipt um pappa á þaki bílskúrs og það einangrað ofan frá til að minnka ekki lofthæð í bílskúr -Allar lagnir endurnýjaðar frá húsi út í götu 2018   -Skipt um innihurðir 2017 -Baðherbergi endurnýjað 2017, baðloft og ný vifta 2023 -Flestir rofar og tenglar endurnýjaðir 2016 -Hiti í tröppum og stéttum að hluta -Staðsetning er miðsvæðis, stutt í þjónustukjarna í Sunnuhlíð þar sem ný heilsugæslustöð er til húsa og svo Háskóla Akureyrar svo dæmi sé tekið Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955   
NÝLEGAR EIGNIR
Kristjánshagi 1a - 101 0 600 Akureyri
Kristjánshagi 1a - 101 0
Fjölbýli / 4 herb. / 105 m2
68.500.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
105 m2
68.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala  Kristjánshagi 1 A - 101 Björt og vel skipulögð fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð í fjórbýli með sér inngangi. Eignin er samtals 105,5 fm. að stærð. Verönd til vesturs og sér merkt bílastæði með rafhleðslu.  Eignin skiptist í forstofu, geymslu, baðherbergi, þrjú svefnherbergi, eldhús og stofu í opnu rými.  Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp.  Geymsla er innaf forstofu með flísum á gólfi.  Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum. Sturta með glerhurðum, salerni upphengt og góð innrétting við vask ásamt speglaskápum. Einnig góð innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.  Svefnherbergin eru þrjú, öll eru þau með parketi á gólfi og fataskápar í tveimur þeirra.  Eldhús og stofa í opnu rými með parketi á gólfi. Útgengi út á verönd til vesturs úr eldhúsi. Mjög góð innrétting í eldhúsi með góðu skápaplássi og einnig góðu vinnuplássi. Innbyggður ísskápur og uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð.  Annað : **Eignin getur verið laus fljótlega** -Gólfhiti  -Ljósleiðari -Sér inngangur  -Sér merkt bílastæði og rafhleðsluslöð fylgir -Allur spónn á innréttingum og innihurðum er eik -Góð sameiginleg vagna- og hjólageymsla í lagnarými Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:    1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.  Frekari upplýsingar: [email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955   

Ertu í söluhugleiðingum?

Fáðu ráðgjöf hjá löggiltum fasteignasölum, skráðu þínar upplýsingar hér fyrir neðan og við höfum samband.

Takk fyrir skráninguna

NÝLEGAR EIGNIR

Aðalstræti 38 0 600 Akureyri
Aðalstræti 38 0
Einbýli / 3 herb. / 239 m2
134.900.000Kr.
Einbýli
3 herb.
239 m2
134.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Um er að ræða eitt fyrsta húsið sem byggt er í...
Vanabyggð 9 - neðri hæð 0 600 Akureyri
Vanabyggð 9 - neðri hæð 0
Fjölbýli / 4 herb. / 112 m2
60.900.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
112 m2
60.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala  Vanabyggð 9 - 101  Um er að ræða mikið...
Jóninnuhagi 3 - 202 0 600 Akureyri
Jóninnuhagi 3 - 202 0
Fjölbýli / 4 herb. / 97 m2
66.900.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
97 m2
66.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Jóninnuhagi 3 - 202 Mjög vel skipulögð og björt...
Áshlíð 10 603 Akureyri
Áshlíð 10
Einbýli / 5 herb. / 171 m2
89.900.000Kr.
Einbýli
5 herb.
171 m2
89.900.000Kr.
Opið hús: 18. júní 2024 kl. 16:30 til 17:00.      Fasteignasalan Byggð 464-9955- Einkasala Áshlíð...
Keilusíða 12 i (301) 0 603 Akureyri
Keilusíða 12 i (301) 0
Fjölbýli / 3 herb. / 68 m2
38.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
68 m2
38.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala  Keilusíða 12 i - 301  Vel skipulögð þriggja...
Hrafnagilsstræti 37 - efri hæð 600 Akureyri
Hrafnagilsstræti 37 - efri hæð
Fjölbýli / 5 herb. / 167 m2
69.900.000Kr.
Fjölbýli
5 herb.
167 m2
69.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Hrafnagilsstræti 37 - Efri sérhæð Góð fimm herbergja...
Áshlíð 11 0 603 Akureyri
Áshlíð 11 0
Einbýli / 6 herb. / 285 m2
Tilboð
Einbýli
6 herb.
285 m2
Tilboð
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Áshlíð 11 Mjög vel staðsett og virðulegt 5-6...
Bakkahlíð 9 0 603 Akureyri
Bakkahlíð 9 0
Einbýli / 5 herb. / 175 m2
94.500.000Kr.
Einbýli
5 herb.
175 m2
94.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 Bakkahlíð 9 **Eignin getur verið laus við kaupsamning**  Virkilega...
Kristjánshagi 1a - 101 0 600 Akureyri
Kristjánshagi 1a - 101 0
Fjölbýli / 4 herb. / 105 m2
68.500.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
105 m2
68.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala  Kristjánshagi 1 A - 101 Björt og vel skipulögð...
Dvergaholt 9 - 212 0 603 Akureyri
Dvergaholt 9 - 212 0
Fjölbýli / 4 herb. / 120 m2
82.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
120 m2
82.000.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala  Dvergholt 9 – íbúð 212   Ný glæsileg fjögurra...
Dvergaholt 9 - 003 0 603 Akureyri
Dvergaholt 9 - 003 0
Fjölbýli / 4 herb. / 107 m2
72.500.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
107 m2
72.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Dvergaholt 9 - íbúð 003 Ný glæsileg fjögurra herbergja...
Dvergaholt 9 - 211 0 603 Akureyri
Dvergaholt 9 - 211 0
Fjölbýli / 3 herb. / 76 m2
58.900.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
76 m2
58.900.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Dvergaholt 9 - íbúð 211 Ný glæsileg þriggja herbergja...
Dvergaholt 9 - 115 0 603 Akureyri
Dvergaholt 9 - 115 0
Fjölbýli / 3 herb. / 76 m2
58.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
76 m2
58.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Dvergaholt 9 - íbúð 115 Ný glæsileg þriggja herbergja...
Dvergaholt 7 - 107 0 603 Akureyri
Dvergaholt 7 - 107 0
Fjölbýli / 3 herb. / 76 m2
58.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
76 m2
58.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Dvergaholt 7 - íbúð 107 Ný glæsileg þriggja herbergja...
Reynihlíð 24 - 102 0 604 Akureyri
Reynihlíð 24 - 102 0
Fjölbýli / 4 herb. / 152 m2
99.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
152 m2
99.000.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala * Ljósmyndir sem eru í auglýsingunni eru aðeins til...
Reynihlíð 24 - 101 0 604 Akureyri
Reynihlíð 24 - 101 0
Fjölbýli / 4 herb. / 152 m2
99.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
152 m2
99.000.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala * Ljósmyndir sem eru í auglýsingunni eru aðeins til...
Reynihlíð 24 - 202 0 604 Akureyri
Reynihlíð 24 - 202 0
Fjölbýli / 5 herb. / 165 m2
107.000.000Kr.
Fjölbýli
5 herb.
165 m2
107.000.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala * Ljósmyndir sem eru í auglýsingunni eru aðeins til...
Reynihlíð 24 - 201 604 Akureyri
Reynihlíð 24 - 201
Fjölbýli / 5 herb. / 165 m2
107.000.000Kr.
Fjölbýli
5 herb.
165 m2
107.000.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala * Ljósmyndir sem eru í auglýsingunni eru aðeins til...
Byggðavegur 89 0 600 Akureyri
Byggðavegur 89 0
Einbýli / 7 herb. / 222 m2
123.500.000Kr.
Einbýli
7 herb.
222 m2
123.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Byggðavegur 89 **Bókið einkaskoðun í síma 464 9955...
Skessugil 5 - 101 0 603 Akureyri
Skessugil 5 - 101 0
Fjölbýli / 3 herb. / 92 m2
54.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
92 m2
54.500.000Kr.
     Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala  Skessugil 5 - 101  **Eignin er seld með fyrirvara** Um...

OPIN HÚS

Opið hús: 18. júní frá kl: 16:30 til 17:00
Áshlíð 10
603 Akureyri
Einbýli 5 herb. 171 m2 89.900.000 Kr.
Opið hús: 18. júní 2024 kl. 16:30 til 17:00.      Fasteignasalan Byggð 464-9955- Einkasala Áshlíð 10 **Eignin getur verið laus við kaupsamning** Skemmtilegt og vel skipulagt einbýlishús með stakstæðum bílskúr á vinsælum stað í Glerárhverfi. Eignin stendur á hornlóð og er garðurinn bæði gróinn og skjólsæll og snýr til vesturs eins og timburverönd sem við það stendur. Eignin er samtals 171,9 fm. en þar af er bílskúr 28 fm. og stendur efst á lóðinni.  Eignin skiptist í forstofu, stofu og borðstofu, eldhús, búr, baðherbergi, 4 svefnherbergi og þvottahús og geymslu þar sem einnig er bakdyrainngangur.  Forstofa er með...

STARFSMENN

Björn Guðmundsson
Sölustjóri og löggiltur fasteignasali
Berglind Jónasardóttir
Löggiltur fasteignasali
Greta Huld Mellado
Löggiltur fasteignasali
Ólafur Már Þórisson
Löggiltur fasteignasali