Fjölbýli
4 herb.
140 m2
119.595.000Kr.
Fasteignasalan Byggð 464-9955 Hulduholt 2 - 104 (Nýbygging) Glæsileg og vönduð fjögurra herbergja íbúð á jarðhæð í nýju fjölbýli í Holtahverfi. Eignin er samtals 140,7 fm. þar af geymsla í sameignarrými 12,7 fm.. Bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni merkt B14. Úr íbúð er útgengt út á steypta verönd til austurs sem og flísalagða verönd til suðvesturs auk sérafnotaflatar sem er hellulagður. ***Ath. myndir eru úr sýningaríbúð og því einungis til viðmiðunar og til að sýna efnisval*** Eignin skiptist í anddyri, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi (annað inn af hjónaherbergi) og þvottahús. Í forstofu er vinylparket á gólfi og fataskápar. Í stofu er vinylparket á gólfi, hljóðdúkur í lofti, innfelld lýsing og gólfsíðir gluggar. Þaðan er útgengt um rennihurð út á verönd sem snýr til suðvesturs Í eldhúsi eru innréttingar sérsmíðaðar úr harðspón, ljós eik. Bekkplötur eru úr stein. Í eldhúsinnréttingu er svart keramikhelluborð með innbyggðri viftu, bakaraofn, sambyggður bakarofn/örbylgjuofn, innbyggður ísskápur með frystihólfi, innbyggð uppþvottavél og stálvaskur. Hljóðdúkur í lofti, innfeld lýsing auk kastarabrautar yfir eyju. Svefnherbergi eru með vinylparket á gólfi, sérsmíðaða skápa, hljóðdúkur í lofti og innfeld lýsing. Á baðherbergjum eru innréttingar sérsmíðaðar úr harðspón, ljósar að lit. Flísar eru bæði á gólfum og veggjum. Í baðherbergi inn af hjónaherbergi er bæði sturta og baðkar. Þvottahús er með flísar á gólfi, mjög rúmgóðar innréttingar með stæði fyrir þvottavél og þurrkara auk vasks. Í bílakjallara fylgir eigninni eitt bílastæði merkt á teikningu í myndasafni. Búið er að koma fyrir lögn fyrir hleðslustöð við bílastæði. Rúmgóð 12,7 fm. geymsla fylgir eigninni og er hún staðsett í kjallara. Auk þess er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla. Annað: -Loftskiptikerfi er sjálfstætt fyrir hverja íbúð -Allar innihurðir eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu, ljósar að lit, ná alla leið upp í loft og með innfelldum lömum. -Allar innréttingar eru sérsmiðaðar af Húsheild/Hyrnu -Parket er lagt með fiskibeinamynstri -Mikið lagt upp úr hljóðvist -KNX ljósastýring -Hitanemar fyrir gólfhita í ljósrofum -Læstir djúpgámar við endan á bílaplani -Hiti í innkeyrslu að bílakjallara -Mjög rúmgóður bílakjallari með tveimur akgreinum -Mjög snyrtileg sameign sem verður með veggfóðri á veggjum og teppi á stigum Nánar: Skilalýsing fjölbýlishúss við Hulduholt 2 Húsið er úr krosslímdu timbureiningum, einangrað að utan og klætt með alubond álklæðningu. Bílastæði: Eitt stæði fylgir hverri íbúð í bílakjallara og sameiginleg stæði á malbikuðu bílaplani framan við hús. Snjóbræðsla er í aðkeyrslu að bílakjallara. Lyftur: Lyftur frá Héðinn/Schindler er í báðum stigahúsum. Kjallari: Hjóla- og vagnageymsla er með steyptu gólfi með epoxy. Geymslur eru með loftræstar og er epoxy á gólfum. Stigahús: Flísar eru á gólfum á jarðhæð teppi á stigum og stigapöllum. Hönnun stigahúsa er hlý og heimilisleg. Í stigahúsum er hljóðdúkur í loftum og innfeld lýsing. Forstofa: Í forstofu eru fataskápar og flísar á gólfum. Baðherbergi: Baðinnréttingar eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu úr harðspón, ljósar að lit. Þrýstiopnun á innréttingu. Bekkplata úr steini. Spegill við innréttingu innfeld lýsing. Flísar á veggjum og gólfi. Vegghengt klósett, glerveggir í sturtu, innfeld blöndunartæki af vandaðri gerð. Hljóðdúkur í lofti innfelld lýsing. Eldhús: Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu úr harðspón, hægt er að velja um ljósa eða dökka eik. Bekkplötur eru úr stein. Skúffubrautir, hengsli eru af viðurkenndri og vandaðri gerð. Þrýstiopnun á innrétingu. Í eldhúsinnréttingu er svart keramikhelluborð með innbygðri viftu, bakaraofn,sambyggður bakarofn/örbylgjuofn, innbyggður ísskápur með fristihólfi innbyggð uppþvottavél og stálvaskur. Hljóðdúkur í lofti innfeld lýsing. Herbergi: Skápar eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu úr harðspón, hægt er að velja um ljósa eða dökka eik.Þrýstiopnun á skápum. Í herbergjum vinilparket með fiskibeinamunstri. Hljóðdúkur í lofti innfeld lýsing. Þvottahús: Í þvotthúsi er þvottatækjainnrétting. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu úr harðspón, hægt er að velja um ljósa eða dökka eik. Þrýstiopnun á innréttingu. Í þvottahúsi er skolvaskur úr stáli. Flísar á gólfi. Hljóðdúkur í lofti innfeld lýsing. Innihurðir: Eru sérsmíðaðar af Húsheild/Hyrnu, hægt er að velja um ljósa eða dökka eik. Innfelldar lamir í hurðum. Upphitun: Íbúðirnar eru með gólfhita en í bílakjallara eru vatnshitablásarar. Loftskiptakerfi: Loftskiptakerfi er í öllum íbúðum. Raflögn: Öll raflögn er fullfrágengin þ.e. tengt í allar dósir og rofar komnir á sinn stað. Síma- og sjónvarpslagnir í stofurými og herbergjum. Kappalýsing er á baðherbergi og allrými, einnig fylgja loftljós í þvottahúsi og baðherbergi. Reiknað er með lögn fyrir hleðslustöð í bílastæði. Sorpgeymsla: Djúpgámar eru við enda bílastæðis til norðurs. Íbúðin er til afhendingar í apríl/maí Byggingaraðili er Húsheild/Hyrna Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. Frekari upplýsingar: olafur@byggd.is bjorn@byggd.is greta@byggd.is Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955