Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Heiðarlundur 3 C Um er að ræða góða fimm herbergja raðhúsaíbúð á tveimur hæðum á vinsælum stað í nálægð við leik- og grunnskóla og verslun. Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, snyrtingu, eldhús, búr, stofu og borðstofu á neðri hæðinni og á efri eru fjögur svefnherbergi, lítil geymsla og baðherbergi. Fostofa með flísum á gólfi. Þvottahús með flísum á gólfi, sér inngangur er inn um þvottahúsið og einnig innangengt úr forstofu. Góð innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð, vaskur og opnanlegur gluggi. Snyrting með flísum á gólfi og wc upphengt. Eldhús með flísum á gólfi og flísar milli efri og neðri skápa. Stæði fyrir litla uppþvottavél í innréttingu, eldavél nýleg. Úr eldhúsi er lítið búr með hillum. Stofa og borðstofa með parketi á gólfi, útgengi úr stofu út á timburverönd til suðurs og þaðan út á lóð. Geymsla er við og undir stiga. Stigauppganga rúmgóð með gólfteppi. Svefnherbergin eru fjögur, öll eru þau með parketi á gólfi og er skápur í þremur þeirra. Úr hjónaherbergi er útgengi út á svalir til suðurs og úr einu herberginu er lítil geymsla. Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að mestu. Góð innrétting við vask ásamt speglaskápum, góður fataskápur á baði, baðkar með sturtutækjum, wc upphengt og opnanlegur gluggi. Annað: Nýtt þak og þakrennur 2020 Nýjir gluggar og gler sunnanmegin fyrirhugað er að skipta um á norðurhlið. Stutt í leik- og grunnskóla, verslun og fl. Barnvænt hverfi. Eignin er til afhendingar í vor Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut). 2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali. 3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna). 4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. Frekari upplýsingar:
[email protected] [email protected] [email protected] Skipagötu 16 á 2. hæð. S:464 9955