Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaSkólatröð 13 - Hrafnagili
Vel skipulagt 5 herbergja einbýlishús á einni hæð með sambyggðum bílskúr. Eignin stendur í hjarta Hrafnagilshverfis alveg við leik- og grunnskóla ásamt Hrafnagilslaug. Stærð er samtals 190,2 en þar af er bílskúr 34,8 fm.. Eignin skiptist í forstofu, fjögur svefnherbergi, tvö baðherbergi, eldhús, búr, borðstofu, stofu, geymslu, þvottahús og bílskúr.
Komið er inn í
forstofu þar sem eru ljósar flísar á gólfi, skápur og opið fatahengi.
Eitt svefnherbergi er inn af forstofu með parket á gólfi og fataskápum. Við hlið herbergis er annað
baðherbergið af tveimur en þar eru flísar á gólfum og veggjum að mestu og sturta.
Eldhús er nýlegt, með borðkrók við endan. Parket á gólfi, flísar milli efri og neðri skápa og stæði fyrir ísskáp og uppþvottavél í innréttingu. Borðstofa og stofa eru í opnu rými sem er bjart og með parket á gólfi. Úr stofu er útgengt um hurð í garð til vesturs.
Þrjú svefnherbergi eru á herbergisgangi. Þau eru öll með parket á gólfi og fataskápum. Innst á gangi er einnig útgengt út á verönd til vesturs.
Baðherbergi á gangi er með flísar á gólfi og veggjum að mestu. Þar er baðkar og innrétting í kringum vask. Opnanlegt fag er á baðherbergi.
Milli íbúðarhúss og bílskúrs er bæði
þvottahús og geymsla. Í þvottahúsi er stæði fyrir þvottavél og þurrkara ásamt skolvask. Geymsla er með hillum.
Bílskúr er með málað gólf, rafdrifna innkeyrsluhurð og inngönguhurð á hinum enda bílskúrs eða til austurs.
Annað:-Skemmtileg eign á góðum stað sem er í mikilli uppbyggingu stutt fá Akureyri eða um 12 mínútna keyrsla
-Eldhús og parket endurnýjað 2018
-Nýjir stofnar fyrir vatns- og rafvetu voru teknir inn árið 2025.
-Eignin er laus til afhendingar við kaupsamning
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955