Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaKjarnagata 51 - 206
Vel skipulögð stúdíó íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi með lyftu byggð 2020. Eigninni sem er samtals 45 fm., fylgir bílastæði í bílakjallara. Komið er inn í
anddyri sem er með opnu fatahengi. Parket er á allri íbúðinni utan baðherbergis.
Eldhús er með góðum eldhúskrók, stæði fyrir ísskáp og uppþvottavél í hvítri eldhúsinnréttingu.
Stofa er björt en þaðan er útgengt út á svalir til austurs sem eru með svalalokun.
Svefnrými er rúmgott miðað við stærð íbúðar og þar eru góðir fataskápar.
Baðherbergi er með flísar á gólfi og í kringum sturtu sem er með vængjahurðum. Upphengt salerni og góð innrétting í kringum vask, þar er aðstaða fyrir þvottavél.
Í sameign er sameiginleg vagna- og hjólageymsla auk sérgeymslu sem er 3,6 fm..
Auðvelt er að koma fyrir rafmagnshleðslustöð við
bílastæði sem fylgir eigninni.
Annað: - Hljóðdempandi plötur í loftum
- Mynddyrasími
- Loftskiptikerfi
- Gólfhiti í allri íbúðinni
- Yfirbyggt leikskýli á sameiginlegri baklóð sem er með gervigrasi.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955