Fasteignasalan Byggð 464-9955
Langamýri 36
Um er að ræða einstakt einbýlishús með aukaíbúð á útsýnislóð með glæsilegu útsýni.Húsið var byggt árið 1958 og hannað af Mikael Jóhanssyni og stendur nyrst í Löngumýrinni og byggt fram á brekkubrún, með einstöku útsýni. Vinnustofa var byggð við húsið árið 2000. Húsið er skráð samtals 245,8 fm. að stærð og skiptist í fjögurra herbergja íbúð á efri hæð, stúdíó íbúð með sér inngangi, vinnustofu, geymslu og tæknirými á neðri hæð hússins.
Aðalinngangur er af stigapalli á vestuhlið hússins og skiptist í íbúðin í forstofu, eldhús, borðstofu, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús.
Forstofa með flísum á gólfi og þar eru fataskápar með gler-rennihurðum. Steindir gluggar er í forstofunni sem setja mikinn svip á rýmið.
Eldhús og borðstofa með parketi á gólfi og í eldhúsi er sérsmíðuð birki innrétting með eldunareyju. Innaf eldhúsi er góður búrskápur og ræstiskápur með rennihurðum.
Þvottahús er innaf eldhúsi með flísum á gólfi og góðu skápaplássi sem og vinnuplássi, vaskur og opnanlegur gluggi.
Stofa með parketi á gólfi niður í hana eru tvö þrep frá borðstofu. Stór gluggi til norð-austurs setur mikinn svip á rýmið og þaðan er einstakt útsýni út fjörðinn að Kaldbak. Sérsmíðaður birkiskenkur skilur að stofu og borðstofu og fylgir hann með við sölu.
Svefnherbergin eru þrjú, öll eru þau með parketi á gólfi. Í tveimur þeirra eru fataskápar og úr einu er útgangur á verönd til suðus.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að hluta. Sturtuklefi, lítil innrétting við vask ásamt vegghengdum skápum,- upphengt wc, handklæðaofn og opnanlegur gluggi.
Aukaíbúðin er með sér inngangi á neðri hæð sem skiptist í forstofu, eldhús, baðherbergi, hol og eitt herbergi auk geymslu.
Forstofa og gangur eru með svörtum mustang flísum á gólfi.
Eldhús er með mustang flísum á gólfi snyrtilegri ljósri sprautulakkaðri innréttingu og þar þvottavél í innréttingu sem fylgir með við sölu.
Baðherbergið með mustangflísum á gólfi, sturtuklefa og handlaug.
Svefnherbergi með parketi á gólfi.
Geymsla með vinyldúk á gólfi.
Vinnustofan er skráð 53,3 fm. og inní hana er sérinngangur í millibyggingu á milli húss og vinnustofu. Vinnustofan er eitt opið rými með lökkuðu gólfi og stórum glugga til norð-austurs. Loftin eru tekin upp og rýmið nýtist mjög vel sem vinnustofa eða skrifstofa, jafnvel íbúð. Einfalt er að breyta vinnustofunni í tvöfaldan bílskúr. Úr forstofunni er einnig hægt að fara inní geymsluna sem áður var innbyggður bílskúr skv. upphaflegu skipulagi hússins. Ýmsir möguleikar eru varðandi geymslurýmið að hægt væri að loka milli vinnustofu og geymslurýmis og hægt væri að opna úr geymslurýminu og inn í í íbúðina og stækka hana.
Tæknirými með sér inngangi er undir stigapalli og þar er bæði rafmagnstafla og hitaveitugrind sem og ágætt geymslurými.
Lóðin er snyrtileg. Grasflöt og timbuverönd er framan við húsið og timburverönd ofan við húsið eða við suð-vesturhlið. Fram við götu eru snyrtilega klipptir runnar (blóðheggur) og innan við lóðarmegin runnabeð með fjölbreyttum tegundum af lágvöxnum runnagróðri. Falleg grjóthleðsla undir stétt í aðalaðkomu að húsinu. Staðsetning lóðarinnar er einstök, frammi á brekkubrún.
Annað:
- Húsið málað að utan 2022-2023
- 2023 voru rafmagns- og vatnslagnir endurnýjaðar úr götu inn í hús og á þessari stundu er verið að endurnýja frárennslislögn í götu sem mun tengjast frárennslislögn frá húsinu.
- Um árið 2000 voru ofnar og ofnalagnir endurnýjaðar að hluta og að hluta gluggar og gler. Gler og listar í stofu og borðstofu endurnýjað 2010 og 2012
- 2008 var eldhúsinnrétting, þvottahús, fataskápar, raflagnir og parket endurnýjað. Sama ár var lokað á milli hæða og útleiguíbúð útbúin á neðri hæð.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955