Seljahlíð 13 g 0 603 Akureyri
Seljahlíð 13 g 0 , 603 Akureyri
77.900.000 Kr.
Tegund Raðhús
StærÐ 134 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1977 65.770.000 66.450.000 0
Tegund Raðhús
StærÐ 134 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1977 65.770.000 66.450.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955

Seljahlíð 13 G 

Um er að ræða þriggja til fjögurra herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð ásamt stakstæðum bílskúr, sólskála og tengibyggingu. Verönd framan við hús sem og á baklóð þar sem er geymsluskúr. Eignin hefur fengið gott viðhald og innréttingar og fleira eru sérsmíðaðar af fagmanni/eiganda hússins.  Snyrtileg aðkoma að húsinu steypt stétt með snjóbræðslu og stétt að hluta flísalögð við inngang.  


Eignin er samtals 134,7 fm. að stærð þar af er sólskáli 13,6 fm. og bílskúr 29,6 fm. og skiptist í forstofu, tvö herbergi, baðherbergi, borðstofa, stofa og sjónvarpshol, eldhús, þvottahús og geymsla. Garðskáli og tengibygging er ekki inn í fermetratölu. 

Forstofa með flísum á gólfi og góðum fataskáp. 
Svefnherbergin eru tvö bæði með parketi á gólfi og góður fataskápur í hjónaherbergi. 
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að mestu. Upphengt wc, handklæðaofn, sturta með glervegg, innrétting við vask og að auki einfaldur skápur. 
Borðstofa, stofa og sjónvarpshol með parket á gólfi í opnu rými en þó er sjónvarpsholið aðeins stúkað af og er möguleiki að breyta því í herbergi með auðveldum hætti. Opið úr stofurými inn í sólskálann. 
Eldhús með flísum á gólfi, góð innrétting í eldhúsi með góðu skápaplássi. Flísar milli efri og neðri skápa ásamt flísalagðri borðplötu. Stæði fyrir uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð. Borðkrókur í eldhúsi. Úr eldhúsi er gengið inn í þvottahús. 
Þvottahús og geymsla með flísum á gólfi. Opið er á milli rýma og er tenging á milli með góðri innréttingu með stæði fyrir ísskáp/frystiskáp. Þar er annar inngangur og stæði fyrir þvottavél við vask.
Sólskáli er með flísar á gólfi og þaðan er gengið inn í tengibyggingu. Þar er steypt plata, mörg opnanleg fög og útgengt um hurð út á verönd. 

Verönd er með timburdekk og skjólveggi, glæsileg aðstaða m.a. fyrir útigrill og þar er góður geymsluskúr. Sunnan við veröndina er svo smá ræma þar sem ræktaðir eru rabbabarar. 

Bílskúr er með bæði inngönguhurð og rafmagns innkeyrsluhurð og geymsluloft að hluta. Þá er góð vifta sem blæs út og opnanlegt fag. 

Annað: 
-Bílskúrshurðir nýlegar
-Eldhús endurnýjað í kringum 2007
-Baðherbergi endurnýjað fyrir ca. 8 árum
-Tengibygging byggð fyrir um 5-6 árum
-Sólskáli byggður 1998
-Hiti í rennum
-Mjög gott skápapláss er í íbúðinni
-Frárennsli endurnýjað fyrir um 15 árum síðan

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.