Kjarnagata 61 - 207 0 600 Akureyri
Kjarnagata 61 - 207 0 , 600 Akureyri
62.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 83 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2022 49.910.000 53.850.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 83 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2022 49.910.000 53.850.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Kjarnagata 61 - 207

Vel skipulögð þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi í Hagahverfi með lyftu og sérinngang af svölum. Auk þess fylgir eigninni bílastæði í bílakjallara. Svalir snúa til vesturs og er sameign öll hin glæsilegasta. 


Eignin skiptist í forstofu, gang, tvö svefnherbergi, eldhús og stofu í opnu rými, baðherbergi og þvottahús auk sér geymslu í sameign. 

Forstofa er með flísar á gólfi og rúmgóðum fataskáp á gangi.
Eldhús er í opnu rými með eldhúsi með parket á gófli, innréttingu á tveimur veggjum, dökk að neðan og ljósir efri skápar með stæði fyrir uppþvottavél. 
Stofa er björt með glugga til vesturs, parket á gólfi og gengið er út úr stofu á svalir. 
Baðherbergi er með gráar flísar á gólfi og stærstum hluta veggja, rúmgóðri dökkri innréttingu undir og við hlið vasks, upphengt salerni og sturtu með vængjahurðum.  
Svefnherbergi eru tvö, bæði með parket á gólfum og fataskápum.
Þvottahús er með flísar á gólfi, góðri innréttingu með miklu skápaplássi og stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegt fag er í rýminu og vifta.  

Sér geymsla er kjallara sömu hæðar og bílastæðahús, þar er lakkað gólf og rafmagnstengill innan geymslu. Þá er hjóla- og vagnageymsla í sameign með sér inngönguhurð. 

Merkt bílastæði í bílakjallara fylgir eigninni og þar er góð þvottaaðstaða. Við stæðið er rafmagnstengill til að hlaða rafbíl. Keyrt er í bílastæðahús úr Geirþrúðarhaga. 

Annað:
-Innréttingar eru frá HTH og harðplast er á borðplötum
-Hvít sprautulakkaðar innihurðir 
-Gólfhiti er í öllum rýmum íbúðar
-Allir gluggar og hurðir eru með tvöföldu sólstopp gleri
-Snjóbræðslukerfi á svalagöngum sem eru hellulagðir með gúmmíhellum. Glerlokun er á svalagangi
-Stéttar við innganga eru steyptar með snjóbræðslukerfi
-Eignin getur verið laus til afhendingar við kaupsamning
-Eignin er skráð samtals 83,4 fm. þar af er geymslan 8,9 fm. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.