Grundarstígur 9 0 550 Sauðárkrókur
Grundarstígur 9 0 , 550 Sauðárkrókur
67.900.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 137 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1968 61.400.000 51.750.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 137 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1968 61.400.000 51.750.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 Einkasala

Grundarstígur 9 

**Eignin er seld með fyrirvara**

Mjög mikið endurnýjað fjögurra herbergja einbýlishús á einni hæð með bílskúr, miðsvæðis á Sauðárkróki. Íbúðarhlutinn sem er 105,4 fm. hefur verið endurnýjaður algjörlega að innan, einangrað að utan og verður klætt með álklæðningu áður en það verður afhent. Bílskúr sem er 32,1 fm. er ókláraður en samtals er eignin 137,5 fm. samkvæmt HMS. 


Á síðustu 2-3 árum hefur öll eignin verið endurnýjuð að innan. Gólfhiti og innfelld lýsing er í allri íbúðinni og allar innréttingar og innihurðir eru sér smíðaðar, þá er loft upptekið. Nýtt þak og gluggar eru í húsinu, ásamt því að öll raflögn, kyndi- og neysluvatnslagnir eru nýjar.  

Íbúð skiptist í forstofu, gang, eldhús og eldhúskrók, þvottahús þar sem er bakdyrainngangur, stofu, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. 

Forstofa er með ljósar flísar á gólfi og góðu skápaplássi.
Eldhús er með ljósar flísar á gólfi, mjög góðri innréttingu með stæði fyrir bakaraofn í vinnuhæð, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél og þá er hægt að sitja við endan á barborði við innréttinguna. 
Þvottahús og bakinngangur er inn af eldhúsi. Þar eru ljósar flísar á gólfi, mjög góð og rúmgóð hvít innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrkara auk þess er gott bekkjarpláss og vaskur. 
Stofa er mjög rúmgóð og björt, þar er ljósar flísar á gólfi. 
Svefnherbergi eru þrjú, öll með parket á gólfi og skápum. 
Baðherbergi er virkilega fallegt, flísalagt í hólf og gólf, sturta með glerskilrúmi, innbyggðum sturtu- og blöndunartækjum ásamt innbyggðri hillu í vegg. Speglaskápur fyrir ofan vask og upphengt salerni er innbyggður með fallegri Led lýsingu. Opnanlegt fag er á baðherberginu og góður hvítur skápur auk handklæðaofns. 

Bílskúr afhendist í því ástandi sem hann er í núna. Þar er leitt rafmagn sem er tengt inn í rafmagnstöflu. Hann liggur upp við annan bílskúr og fyrir framan bílskúr er malarplan. 

Annað:
**Húsið verður klætt að utan við afhendingu með álklæðningu**

-Pappi er á þakinu sem var bræddur á fyrir um 2-3 árum.
-Allt efnisval og innréttingar í húsinu eru afara vandaðar og innréttingar og innihurðir sér hannaðar. 
-Garður er í órækt 
-Eignin er vel staðsett, stutt í verslun, leik- og grunnskóla, íþróttasvæði og ýmsa aðra þjónustu. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.