Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Sólvallagata 1, Hrísey
Um er að ræða fimm herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt stakstæðum bílskúr.
Eignin skipist í forstofu, þvottahús, snyrtingu, búr/geymslu, eldhúsi, gang, fjögur svefnherbergi, baðherbergi og stofu. Eignin er samtals skráð 179,7 fm. og þar af er bílskúrinn 44 fm. Forstofa, aðalinngangur með dúk á gólfi og fataskáp.
Þvottahús einnig sér inngangur þar, opnanlegur gluggi, vaskur ásamt efri skápum og stæði fyrir þvottavél. Innaf þvottahúsi er
snyrting og
búr/geymsla með góðum hillum og er þar lúga upp á loft.
Eldhús með dúk á gólfi, ágætis innrétting með stæði fyrir uppþvottavél. Góður borðkrókur.
Svefnherbergin eru fjögur, öll eru þau með parketi á gólfi og eru skápar í þremur þeirra. Úr einu herberginu er innangengt inn á baðherbergi um rennihurð.
Stofa/borðstofa með parket á gólfi, úr stofu er útgengi út á timburverönd með góðu útsýni.
Annað:
- Glæsilegt útsýni.
- Verslun og sundlaug er í Hrísey.
- Varmaskiptir
- Nýlegar þakrennur
- Þakið er upprunalegt en hefur aldrei lekið, þakið var málið fyrir ca 3 árum
- Gluggar og gler endurnýjað að mestu á undan förnum árum.
- Eignin hefur fengið gott viðhald i gegnum tíðina.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955