Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaSkólastígur 5
Um er að ræða 11 herbergja reisulegt hús þar sem áður var rekið gistiheimili í fullum rekstri en herbergin í dag leigð út í skammtímaleigu án bókunarsíðu. Staðsetning er frábær rétt við miðbæ, sundlaug, íþróttahöllina, lystigarðinn, Menntaskólann og Brekkuskóla. Í húsinu er lyfta þannig að þar er hjólastólaaðgengi. Húsið sem er þrílyft er í ágætu ásigkomulagi og hefur verið vel við haldið.
Í kjallara eru sameiginleg rými s.s. eldhús, setustofa, þvottahús og geymslur. Þar er sér inngangur í þvottahús og geymslu en möguleiki er að útbúa þar fleiri herbergi á kostnað sameiginlegra rýma.
Á miðhæð eru sex útleiguherbergi þar af er eitt eins manns, auk þess er sameiginlegt baðherbergi og útgengt á svalir til austurs af gangi.
Á efstu hæðinni eru síðan fimm herbergi öll tveggja manna utan eins sem er fjölskylduherbergi og geta fjórir gist í því herbergi. Á hæðinni er endurnýjað sameiginlegt baðherbergi og eins og af fyrstu hæð útgengt út á svalir til austurs af gangi.
Ágætur garður er í kringum húsið, steypt sorptunnuskýli og aðgengi gott fyrir fatlaða að húsinu. Lóðin stendur á horni Skólastígs og Laugargötu.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955