Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala Háls, ÞingeyjarsveitUm er að ræða gott einbýlishús staðsett á 1.500 fm. eignarlóð úr landi Háls, í Þingeyjarsveit. Eignin er staðsett á góðum útsýnisstað.
Komið er inn í forstofu sem sem er flísalögð, þaðan er gengið upp á geymsluloft. Úr forstofu er gengið inn á gang sem er parketlagður eins og megnið af öðrum rýmum eignarinnar. Í eigninni eru þrjú rúmgóð herbergi, tvö þeirra eru með góðum skápum það þriðja er með litlu fataherbergi. Baðherbergi er flísalagt þar er hornbaðkar og góð innrétting. Fjórða herbergið, er með meiri opnun en hin og getur nýst með holi/stofu verið sjónvarpsherbergi auk annarra möguleika.
Úr stofu er gengið út á pall til suðurs-stofa er rúmgóð og skemmtileg. Eldhús er með hvítri innréttingu. Innaf elhdúsi er bakdyr, þvottahús og lítið baðherbergi með sturtu.
Við húsið er um 15 fm. bjálkahús. Auk þess er gistikot sem hefur verið nýtt í skammtímaleigu stofnkostnaður vegna þess er um 4 mkr.
Einnig er til sölu 1/3 hluti af einkahlutafélaginu sem rekur búið að Hálsi, verðmæti þess er kr. 30.000.000.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
berglind@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955