Aðalstræti 38 0 600 Akureyri
Aðalstræti 38 0 , 600 Akureyri
134.900.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 239 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1892 76.650.000 76.650.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 239 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1892 76.650.000 76.650.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Um er að ræða eitt fyrsta húsið sem byggt er í Innbænum á Akureyri, Aðalstræti 38 sem stendur á eignarlóð. Staðsetning eignarinnar er afar góð og eftirsóknaverð með frábæru útsýni til austurs og inn Eyjafjörðinn. 

Húsið sem er 165,4 fm. er á þremur hæðum, hefur verið algjörlega endurnýjað og engu til sparað í þeim breytingum og viðbótum sem gerðar voru. Við húsið er mjög skjólsæl og falleg verönd en umhverfi og lóð er öll hin snyrtilegasta. Ögn ofar í brekkunni stendur bakhús sem er skráð 73,6 fm. en milliloft er yfir öllum gólffleti neðri hæðar og því raunstærð þess töluvert meiri.


Eignin skiptist í neðri hæð sem er samtals 63,6 fm. og undir bita er um 1,9 metra lofthæð, aðalhæð skráð 66,8 fm og ris sem er skráð 35 fm. auk fermetra undir súð. 

Aðalhæðin
Forstofa er með parket á gólfi, opnu fatahengi, glæsilegt veggfóður á vegg og þaðan er uppgengt á efri hæð um nýjan glæsilegan stiga. 
Eldhús er með parket á gólfi, glæsileg ný innrétting með innbyggðri uppþvottavél og ísskáp. Mjög falleg og vönduð svört SMEG gaseldavél með þremur ofnum og háfur sömu gerðar. Vínkælir í innréttingu og hvít hillusamstæða við hlið innréttingar fylgir. Afar gott útsýni til austurs er úr eldhúsi. 
Stofa og borðstofa er í opnu rými og mjög rúmgóð. Þar er sama parket á gólfi og á allri hæðinni utan baðherbergis og þaðan er frábært útsýni eins og raunar úr eldhúsi og víðar úr húsinu. Bitar milli hæða eru sýnilegir og gefa rýminu mikin karakter. Útgengt er út á verönd til vesturs úr stofu.  
Baðherbergi á hæðinni er endurnýjað og með glæsilegar flísar á gólfi og panil klædda veggi. Einnig hafa gamlir bitar verið notaðir á afar skemmtilegan hátt í rýminu. Baðkar, blöndunartæki og vaskur eru afar vönduð og þá er skápur á baðherberginu sem fylgir.   

Ris 
Svefnherbergi eru tvö áhæðinni undir súð að hluta. Hjónaherbergið er afar rúmgott með góðu skápaplássi, uppteknu lofti og bitarnir fá svo sannarlega að njóta sín í herberginu eins og í öllu risinu.
Sjónvarpshol sem hægt væri að stúka af og gera að svefnherbergi er afar rúmgott og bjart með bæði glugga til norðurs og þakglugga. Parket er á gólfum í risi, sömu tegundar og á aðalhæðinni.   

Neðri hæð er með þvottahúsi, geymslu og vinnuherbergi/stofa. Góður nýr stigi er milli hæða og þá er einnig innangengt að utan um litla hurð. Það rými eins og önnur hefur einnig verið mikið endurnýjað með góðri innréttingu í þvottahúsi, nýrri stigauppgöngu og margt fleira.  

Sólpallur við húsið hefur verið endurnýjaður með nýjum skjólveggjum og nýrri girðingu fyrir framan húsið. Skjólveggir í kringum sólpall eru nú í sama stíl og girðingin. Þá er gert ráð fyrir frárennsli svo hægt sé að koma fyrir heitum potti. Lóð er einnig vel við haldið og snyrtileg. 

Bakhús stendur fyrir ofan einbýlishúsið í brekkunni, byggt árið 1901 þá sem útihús og síðar notað sem smíðaverkstæði. 
Búið er að rífa innan úr því öllu og setja dúk utan á það þannig að það er klárt undir klæðningu og búið að einangra þakið og setja nýtt járn á það. Einnig er búið að endursmíða norðurgaflinn á verkstæðinu. Aðeins er rafmagn í húsinu en ekki vatn. Miklir möguleikar á ýmiss konar notkun er á bakhúsinu. 

Annað:
**Eignin getur verið laus við samningsgerð**

-Mjög góð staðsetning í Innbænum.
-Eignarlóð. 
-Viðhald síðan í ágúst 2022:
     Gamla glæðningin á húsinu gerð upp máluð og varin.
     Þak málað og nýjar snjógildrur.
     Skrautlistar í kringum glugga endurnýjaðir og málaðir.
     Sökkull málaður.
     Ný útidyrahurð í aðalinngangi og svalahurð.
     Öll pípulögn og raflögn ný í húsinu.
     Nýjir glæsilegir pottofnar í öllu húsinu.
     Drenað innan frá á neðri hæð
     Í raun er allt nýtt í húsinu annað en grindin í húsinu sem var svo gott sem stráheil og klæðningin sem var samt máluð.
Annað viðhald:
     Tröppur lagaðar og steyptar 2018.
     Járn og pappi á þaki og þakgluggi endurnýjaður 2015.
     Gler endurnýjað í gluggum einbýlishúss og lausafög ný eða endurnýjuð.
Aðalstræti 38 er sögufrægt hús og verkstæði sem áður hýsti Smámunasafn Sverris Hermannssonar. Skráð byggingaár er 1892 og bakhús sem áður var smíðaverkstæði var byggt síðar eða 1901. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.