Fasteignasalan Byggð 464-9955Mýrarvegur 122
Um er að ræða einbýlishús sem skiptist í hæð, rishæð og kjallararými. Sér bílastæði við húsið og tveir inngangar. Gróinn garður og ný timburverönd sunnan við hús. Eignin skiptist í forstofu, þvottahús (áður snyrting) hol, stofa og borðstofa í opnu rými, eldhús, rými innaf eldhúsi sem áður var þvottahús og geymsla. Gengið er niður í kjallara úr rýminu sem áður var þvottahús. Á rishæðinni er baðherbergi, og fjögur svefnherbergi.
Forstofa með flísum á gólfi.
Þvottahús með flísum á gólfi og opnanlegum glugga, eins og áður segir var þetta áður snyrting og hægt að breyta því aftur.
Hol með parketflísum á gólfi, geymslurými undir stiga.
Stofa og borðstofa með parketi á gólfi.
Eldhús með parketflísum á gólfi, gömul máluð innrétting, bakaraofn í vinnuhæð og stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu.
Rými innaf eldhúsi sem áður var þvottahús með bakdyrainngangi, þar fyrir innan er skráð
geymsla sem hefur verið notað sem herbergi. Innaf rýminu er aðgengi niður í kjallara þar er rúmgott rými sem er um 190 cm á hæð að hluta og um 180 cm að hæð að hluta.
Svefnherbergin eru fjögur á rishæðinni, útgengi út á svalir úr tveimur þeirra og eru innbyggðir fataskápar í tveimur og geymslur undir súð í einu þeirra.
Baðherbergi með flísum á gólfi og panill á veggjum, baðkar með sturtutækjum, opnanlegur gluggi og skápur á baði.
Annað:-Búið er að skipta um gler að mestu á neðri hæð.
-Ath. Vakin er athygli á að að fasteignasalar hafa breytt upphaflegu teikningu til að sýna núverandi nýtingu.
-Geymsluskúr á lóð fylgir EKKI - þegar skúrinn verður fjarlægður mun eftir standa steypt plata.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955