Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala
Seljahlíð 11 B
**Eignin er seld með fyrirvara**
Mjög vel skipulögð þriggja herbergja raðhúsaíbúð á einni hæð á eftirsóttum stað í Glerárhverfi. Eignin er samtals 83,7 fm. þar af geymsla 4,5 fm. staðsett í kjallara við austurenda.Komið er inn í forstofu sem er flísalögð úr forstofu er gengið inn á hol. Svefnherbergi eru tvö annars vegar rúmgott hjónaherbergi og hins vegar gott barnaherbergi bæði með skáp. Milli herbergjanna er baðherbergi með baðkari.
Gengið er í eldhús af holi þar er eldri innrétting, úr eldhúsi er farið í þvottahús og inn af því er geymsla. Þá er sérinngangur að utan í þvottahúsið. Stofa er rúmgóð og úr henni er gengið á timbur pall til suðurs.
Íbúðin er að mestu upphafleg en skipt hefur verið um gler í flestum gluggum og þakkanntur og rennur endurnýjaðar fyrir nokkrum árum.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:
464 9955