Víðigerði 0 605 Akureyri
Víðigerði 0 , 605 Akureyri
260.000.000 Kr.
Tegund Lóð
StærÐ 65535 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 331.730.000 71.901.000 0
Tegund Lóð
StærÐ 65535 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 331.730.000 71.901.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955 - Einkasala

Um er að ræða jörðina Víðigerði í Eyjafjarðarsveit í um 16 km akstursfjarlægð frá Akureyri. Á jörðinni stendur stórt einbýlishús á þremur hæðum, hlaða, votheysturn, fjós sem var fyrst byggt árið 1967 og viðbygging frá 2008. Lítið alifuglahús, fjárhús og hlaða við það sem stendur efst og nyrst af byggingunum. Einnig eru þar tvær véla og verkfærageymslur, neðst bygginga á jörðinni. 


Stærð jarðar er talin vera um 200 ha. og af því ræktað land um 50 hektarar. Jörðinni fylgir um 235 þús l. mjólkurkvóti, nú 45 mjólkandi kýr og 40 aðrir gripir í uppeldi. Tæki skv. tækjalista.  

Íbúðarhús er samtals 345,4 fm, kjallari, aðalhæð og ris en byggt var við húsið árið 1962 rétt rúmlega helming af heildartölu. Í kjallara er góð aðstaða fyrir vinnuföt, vinnuherbergi, stórt búr, geymsla og salerni ásamt baðherbergi. Aðalhæð hússins samanstendur af stórri tvöfaldri stofu, þremur svefnherbergjum, baðherbergi, nýuppgerðu eldhúsi og sjónvarsholi.
Úr forstofu aðalhæðar er gengið upp á efri hæð/ris og það hefur verið nýtt sem auka íbúð. Þar eru fimm svefnherbergi, baðherbergi og eldhús, að hluta til undir súð. 

Fjós með nýrri viðbyggingu þar sem aðalburðarvirki er límtré á steyptum kjallara með haughúsi. Á þaki viðbyggingar er 11 metra langur þakgluggi úr plasti ásamt loftræsingu. Komið er inn í mjólkurhús ásamt skrifstofu salerni og geymslu en í fjósi er mjaltarbás fyrir alls 10 kýr.   

Hlaða við fjós er í dag nýtt sem vélageymsla að hluta, þar er steypt gólf, góð innkeyrsluhurð á norðurstafni og önnur innkeyrsluhurð á austurhlið. Í austari hlutanum hefur verið skipt um þak.

Fjárhús er með tvær krær sitt hvoru megin við einn garða auk þess sem í hluta þess er stía, nýtt fyrir kálfa. Samtengt vestan við fjárhúsið er svo hlaða.  

Vélageymslur eru tvær 128,6 fm. og 96,4 fm. og standa þær neðan við aðrar byggingar. Á þeim báðum eru innkeyrsluhurðir og innst í því syðra er afmarkað rými með léttum millivegg, þar er steypt gólf. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.