Kristjánshagi 12 - 213 0 600 Akureyri
Kristjánshagi 12 - 213 0 , 600 Akureyri
60.505.290 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 127 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2021 0 4.090.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 127 m2
HERBERGI 5 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 4 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2021 0 4.090.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955

Kristjánshagi 12 - íbúð 213


Um er að ræða vel skipulagða 5 herbergja 127,2 fm. íbúð á 2. hæð í nýbyggðu fjölbýlishúsi sem stendur við Kristjánshaga í Hagahverfi. 

Eignin samanstendur af forstofu, baðherbergi, þvottahúsi með geymslu þar inn af, eldhúsi, stofu, þremur svefnherbergjum og skráðu sjónvarpsherbergi, auk geymslu í sameign. Íbúðinni tilheyrir verönd samtals 12,7 fm..   

Áætluð afhending samkvæmt skilalýsingu á fullfrágengnum íbúðum er október 2022.
Kaupandi greiðir skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati þegar þess verður óskað. 
Verktaki: Byggingarfélagið Hyrna ehf. 

Skilalýsing: 
-Húsið er steinsteypt, einangrað utan frá, pússað með ÍMÚR og málað. Gluggar og hurðir eru Rational, álklætt að utan.
-Bílastæði og gangstétt er steypt eða malbikað. Lóðin er þökulögð með túnþökum.
-Gólfefni: Hjóla- og vagnageymsla er flísalögð. Plastparket á alrými, herbergi og geymslu. Flísar eru á forstofu, baðherbergi/þvottahúsi og geymslu í sameign.
-Í forstofu er tvöfaldur fataskápur með fataslá og hillum.
-Baðinnrétting úr plastlagðri struktur-eik er á baðherbergi. Speglar og ljós fylgja. Baðherbergi er flísalagt í hólf og golf. Vegghengt klósett, sturtuhorn úr gleri og blöndunartæki af vandaðri gerð.
-Eldhúsinnrétting er úr plastlagðri struktur-eik. Bekkplötur eru úr formbeygðu harðplasti. Skúffubrautir, hengsli og höldur eru af viðurkenndri og vandaðri gerð. Í eldhúsinnréttingu er svart keramikhelluborð, stál -bakaraofn, innbyggð vifta, ísskápur og vaskur.
-Í herbergi og geymslu er fataskápur með fataslá, hillum og 4 skúffubökkum. Í svefnherbergjum eru fataskápar.
-Í þvottahúsi er þvottatækjainnrétting úr plastlagðri struktur-eik. Sólbekkir, formbeygðir úr hvítu harðplasti eru í stofu. Innihurðir eru úr plastlagðri struktur-eik.
-Upphitun: Íbúðirnar eru með gólfhita.
-Raflögn: Öll raflögn er fullfrágengin þ.e. tengt í allar dósir og rofar komnir á sinn stað. Síma- og sjónvarpslagnir í stofurými og herbergjum. Kappalýsing er á baðherbergi og eldhúsi, einnig fylgja loftljós í þvottahúsi og baðherbergi.
-Reiknað er með lögn fyrir hleðslustöð í bílastæði.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.