Byggðavegur 90 600 Akureyri
Byggðavegur 90 , 600 Akureyri
49.900.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 129 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1966 40.500.000 35.500.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 129 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1966 40.500.000 35.500.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955

Byggðavegur 90 - 101

Um er að ræða glæsilega mikið uppgerða fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð í þríbýli. 


Íbúðin skiptist í forstofu, borðstofu og stofu í opnu rými, eldhús, þvottahús, geymslu, baðherbergi, gangur og þrjú svefnherbergi. 
Parket er á íbúð nema í forstofu, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu þar eru flísar. Norðan við hús er þvottahúsinngangur. 

Forstofa með flísum á gólfi og fataskáp. 
Borðstofa og stofa í opnu rými. Úr borðstofu er gengið út á svalir til suðurs. 
Eldhús með borðkrók. Falleg dökk innrétting með ljósri granít borðplötu, stæði fyrir uppþvottavél í innréttingu. Tveir ofnar í vinnuhæð í innréttingu og spanhelluborð. Úr eldhúsi er farið inn í þvottahús og þaðan í geymsluna. 
Þvottahúsið er innaf eldhúsinu og er þar einnig sér inngangur norðan við húsið. Innaf þvottahúsi er góð geymsla með glugga. Handklæðaofn og góð innrétting í þvottahúsi, stæði fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu og skolvaskur. Granítborðplata er við vask. Auk þess er góður opinn fataskápur með hengi, hillum og skúffum. 
Baðherbergi með glugga og handklæðaofni. Flísar á gólfi og veggjum. Sturta flísalögð með glerskilrúmi. Góð innrétting við vask með granítborðplötu og efri speglaskápar. 
Svefnherbergin eru þrjú öll eru þau rúmgóð með skápum. Áður voru svefnherbergin fjögur en búið er að opna á milli og stækka eitt herbergið. 

Annað: 
Íbúðin var gerð upp haustið 2016 að sögn fyrri eiganda var ma. eftirfarandi endurnýjað
Rafmagn nýtt að mestu
Allt gler og listar nýtt, einnig var skipt um opnanleg fög
Allar neysluvatnslagnir nýjar
Ofnar nýjir að hluta
Gólfefni, innihurðar, innréttingar og tæki nýtt
- Breytingar frá meðfylgjandi grunnmynd eru þær að opnað hefur verið á milli herbergja þar sem íbúðin var áður með fjórum svefnherbergjum en eru nú þrjú, opið inn í eldhús hefur verið stækkað og einnig opið úr forstofu inn í íbúð og nú er einungis gengið inn í þvottahús úr eldhúsi. Opið var einnig stækkað úr borðstofunni inná herbergis gang. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.