Fasteignasalan Byggð 464 9955 -Einkasala
Hafnarbraut 10 - 101, DalvíkMikið endurnýjuð fjögurra herbergja neðri sérhæð í steinsteyptu tvíbýlishúsi við Hafnarbraut á Dalvík.Eignin skiptist í forstofu, hol, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og sameiginlegt þvottahús og geymsla í sameign.
Forstofa með flísum á gólfi og góðum fataskáp.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi og fataskápar í tveimur þeirra.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggir að hluta. Handklæðaofn, wc upphengt, sturta með glerskilrúmi, innrétting við vask, speglaskápur og að auki góður skápur á baði, einnig er opnanlegur gluggi á baði.
Stofan er rúmgóð með parketi á gólfi.
Eldhús með parketi á gólfi, góð innrétting með stæði fyrir uppþvottavél og bakaraofn í vinnuhæð. Úr eldhúsi er opið inn í lítið rými sem er undir stiga efri hæðar sem notað er sem búr/geymsla og er þar einnig lagnagrind fyrir gólfhitakerfið.
Af holinu sem er parketlagt er farið inn í sameign hússins. þar er sameigninlegt þvottahús og geymslur. Útgengi er út í garð sem er sameignilegur.
Garðurinn er mjög rúmgóður og er þar gróðurhús sem er sameiginlegt.
Hér eru meðal annars upplýsingar frá eiganda hvað hefur verið gert sl. ár. Frárensli og neysluvatn endurnýjað út í götu.
Kominn gólfhiti í alla íbúð með þráðlausu stýrikerfi frá Danfoss.
Búið að draga nýtt rafmagn í flestar lagnir og raflagnaefni endurnýjað.
Eldhúsinnrétting ný sem og eldhústækin.
Baðherbergi endurnýjað, upphengt klósett, walk-in sturta og innréttingar á baði.
Allir fataskápar nýjir.
Öll gólfefni ný
Allir gluggar innan íbúðar nýjir frá Berki og sólbekkir einnig endurnýjað.
Lóð er 924 fm. grasflöt og trjágróður á lóðarmörkum.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955