Fasteignasalan Byggð 464-9955 - EinkasalaGránufélagsgata 41 - 101
Um er að ræða tveggja til þriggja herbergja íbúð á 1. hæð í þríbýlishúsi. Eignin samanstendur af stofu, eldhúsi, baðherbergi og svefnherbergi. Eigninni tilheyrir lítil geymsla undir stiga og sér herbergi sem er ekki innan íbúðar, gengið er inn í herbergið úr sameignarrými. Í herberginu er lítill eldhúskrókur og lítið baðherbergi með wc, vask og sturtu. Sameiginlegt þvottahús er á 1. hæð með útgengi út á lóð til norðurs.
Eignin er skráð samtals 49,5 fm að stærð, þar af er herbergið sem er ekki innangengt úr íbúð 14,4 fm.
Parket er á herbergi og í stofu, flísar í eldhúsi og á baðherbergi.
Sjáanlegur gólfhalli í íbúð.
Íbúðin er hituð með rafmagni.
Möguleiki að leigja út herbergið.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955