Kirkjudalur 0 641 Húsavík
Kirkjudalur 0 , 641 Húsavík
20.500.000 Kr.
Tegund Einbýli
StærÐ 147 m2
HERBERGI 6 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 4 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1959 42.500.000 19.500.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 147 m2
HERBERGI 6 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 4 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1959 42.500.000 19.500.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955  - Einkasala 

Kirkjudalur, Tjörneshreppur  

Um er að ræða einbýlishús á tveimur hæðum ásamt 7.452 fm. lóð. Eignin stendur á jörðinni Steindal á Tjörnesi og er byggt árið 1959,  staðsett um 10 km. norðan við Húsavík. Fallegt útsýni frá húsinu.
 

Eignin sem er hæð og rishæð skiptist í forstofu, hol, tvær samliggjandi stofur, baðherbergi, svefnherbergi, geymslu undir stiga, eldhús, búr, þvottahús og geymslu/búr. Á rishæð er hol, þrjú svefnherbergi og rými sem hægt væri að útbúa stórt svefnherbergi en það er einangrað að hluta og óklætt, þaðan er svo farið upp á háaloft. Húsið er að mestu upphaflegt en búið er að endurnýja baðherbergi, skólp og neysluvatn. 
Forstofa með dúk á gólfi.
Hol með dúk á gólfi.
Stofurnar eru samliggjandi með teppi á gólfi,  hægt væri að loka á milli og útbúa herbergi úr annarri stofunni. 
Baðherbergið var gert upp sumarið 2018. Flísar á gólfi, sturta flísalögð með glerskilrúmi.  Opnanlegur gluggi á baði. 
Svefnherbergi með dúk á gólfi. 
Undir stiganum er geymslurými. 
Eldhús með nýju plastparketi. Eldhúsinnréttingin er að mestu leyti upprunaleg í bland við gamla efri skápa. Masónít plötur á veggjum að hluta í eldhúsi. Stæði er fyrir 45 cm uppþvottavél í innréttingu. Úr eldhúsi er kalt búr. 
Þvottahús er innaf eldhúsi en þar er einnig bakdyrainngangur. Stæði fyrir þvottavél og þurrkara og er þar opnanlegur gluggi. Úr þvottahúsi er geymsla/búr. 

Hol með plastparketi.
Svefnherbergin eru þrjú og eru þau öll með plastparketi. Úr einu þeirra er útgengi út á svalir, þar er einnig innbyggður skápur. Í hinum tveimur herbergjunum eru viðarþiljur að hluta á veggjum og lofti, einnig eru geymslurými að hluta undir súð. 
Eitt rýmið úr holinu er að hluta einangrað og óklætt en þar er gluggi og hægt væri að útbúa stórt herbergi þar. Þar er einnig farið upp á geymsluloft. 

Annað: 
- Sami eigandi frá upphafi bjó í húsinu til ársins 2016 og síðan þá hefur eignin verið í skammtímaútleigu. 
- Ljósleiðari
- Rafmagnskynding
- Baðherbergið endurnýjað árið 2018
- Nýr 200 l vatnstankur síðan 2017
- Skólp og neysluvatn endurnýjað 2017
- Á næstunni munu eigendur fara í að afmarka lóðina og hnitsetja punkta sem fylgir húsinu. 
- Eigendur telja líklegt að á næstu árum gæti verið komin hitaveita á svæðið.
- Fá eldhúsi og baðherbergi var lagt nýtt frárennslu út árið 2017
- Skoða þarf flest allt gler og glugga
- Smeiginleg kaldavatnslögn í einkaeign verður í sameign með tveimur öðrum og væri þá rekstrarkostnaður og viðhaldskostnaður sameiginlegur.  
- Nú þegar er leyfi til sölu gistingar í húsinu fyrir allt að 10 manns. 
- Ýmiss húsbúnaður getur fylgt við sölu. 


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.