Fasteignasalan Byggð 464-9955
Vallartröð 2, HrafnagiliUm er að ræða sex herbergja einbýlishús á einni hæð ásamt stakstæðum bílskúr. Komið er inn í forstofu þaðan er gengið inn á hol. Stofa er rúmgóð til suðurs, eldhús er við hlið stofu. Að norðan er bakdyrainngangur, búr/geymsla, þvottahús, herbergi og baðherbergi með sturtu. Innaf holi er eitt herbergi og á gangi eru þrjú herbergi auk baðherbergis. Vatnsleiðsla gaf sig í húsinu með þeim afleiðingum að miklar skemmdir urðu á eigninni, m.a. hluti loftaklæðningar, góflefni, hurðir og fleira. Búið er að taka niður hluta af loftaklæðningu og þau gólfefni sem voru ónýt eftir tjónið.
Bílskúr er tvöfaldur og í ágætu ásigkomulagi.
Áhugasömum aðilum er bent á að kynna sér ástand eignarinnar rækilega og í fylgd með iðnaðarmönnum/fagaðilum ef þeir kjósa svo.
Eignin er seld með fyrirvara um sölu á annarri eign. Fresturinn er til loka febrúar. Áhugasamir hafi samband við skrifstofu.
Frekari upplýsingar á skrifstofu. Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:[email protected][email protected][email protected]Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955