Sunnuhlíð 14 616 Grenivík
Sunnuhlíð 14 , 616 Grenivík
64.900.000 Kr.
Tegund Sumarhús
StærÐ 109 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2008 65.250.000 44.150.000 0
Tegund Sumarhús
StærÐ 109 m2
HERBERGI 4 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 3 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2008 65.250.000 44.150.000 0

    

Fasteignasalan Byggð 464-9955

Sunnuhlíð 14 - Grýtubakkahrepp

Glæsilegt og afar vandaða heilsárshús samtals 109,3 fm á 4.334 fm leigulóð þar sem búið er að planta töluvert mikið af trjám og þá er lóð og heimkeyrsla fullgerð með stóru malarplani. Húsið stendur á frábærum útsýnisstað ofan Grenivíkur við rætur Kaldbaks. Þá er mjög veglegur pallur í kringum húsið með lýsingu og þar er einnig heitur pottur. Ekki þarf að fjölyrða mikið um hvað nágrennið hefur upp á að bjóða þegar kemur að útivist, vatnasporti og miklu meira til.  


Eignin skiptist í forstofu, þvottahús, þrjú svefnherbergi, baðherbergi. stofu og eldhús í opnu rými og svefnlofti með góðri lofthæð. 

Forstofa er með ljósum flísum á gólfi eins og öll neðri hæðin og góðum skápum. 
Eldhús og stofa er í sameiginlegu rými og þaðan er útgengt út á pall til suðurs með frábæru útsýni. Eldhúsinnréttingin er með eyju með helluborði, innbyggðum ísskáp, vínskáp í innréttingu og bakaraofn í vinnuhæð. Kamína er í stofu. 
Baðherbergi er með mjög góðri innréttingu, upphengdu klósetti og sturtuklefa. Af baðherbergi er útgengt út á pall og í heitan pott.
Svefnherbergin þrjú eru öll með fataskáp. 
Þvottahús er með góðri innréttingu með vask og þar er stæði fyrir þvottavél og þurrkara og annar innbyggður ísskápur.
Gangur tengir öll rými eignarinnar saman. 

Loft er yfir um það bil hálfum hluta eignarinnar með hljóðeinangrandi gleri á milli hæða. Það er afar rúmgott og hægt að útbúa eitt eða tvö herbergi þar uppi. Uppgengt er um stiga í forstofu.
Geymsla/lagnakjallari er undir húsinu sem er aðgengilegur úr þvottahúsi.  

Annað: 
-Hitaveita er í húsinu
-Hiti er í gólfum með nema í hverju rými
-Innréttingar eru frá Hyrnu. 
-Öryggiskerfi er í húsinu
-Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er 7.000 kr á ári. 
-Mokstri á svæðinu er vel sinnt samkvæmt eiganda
-Stutt í sundlaug, íþróttavöll og aðra frábæra útivist. 
-Eignin er í um það bil 25 mínútna aksturfjarlægð frá Akureyri
-Eignin er skráð sem sumarbústaður

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.