Stekkjartún 32 - 304 0 600 Akureyri
Stekkjartún 32 - 304 0 , 600 Akureyri
51.500.000 Kr.
Tegund Fjölbýli
StærÐ 71 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2018 49.280.000 48.850.000 0
Tegund Fjölbýli
StærÐ 71 m2
HERBERGI 3 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
1 2 1 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
2018 49.280.000 48.850.000 0

    

Fasteignasalan Byggð l 464-9955 - Einkasala 

Stekkjartún 32 - 304

Um er að ræða góð þriggja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi með lyftu. Möguleiki á svalalokunarkerfi á svölum og sér stæði í bílskýli.  Íbúðin er samtals 71,9 fm. að stærð og þar af er sér geymsla í sameign 6,6 fm.


Íbúðin skiptist í anddyri, baðherbergi/þvottahús, tvö svefnherbergi, stofu og eldhús í opnu rými.  

Anddyri með flísum gráum á gólfi og skápaeiningu með opnu fatahengi.
Svefnherbergi eru tvö, bæði með parket á gólfi og hvítum skápum. 
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, gráar á gólfi og hvítar á veggjum. Þar er upphengt salerni, sturta með vængjahurðum og rúmgóð innrétting í kringum vask og stæði fyrir þvottavél og þurrkara.  
Eldhús og stofa í opnu rými með parketi á gólfi. Eldhúsinnrétting er með bakaraofn í vinnuhæð og innbyggðri uppþvottavél sem fylgir. Úr stofu er gengið út á svalir til suðurs. Á svölum sem eru rúmgóðar er möguleiki á svalalokunarkerfi sem hefur verið teiknað á húsið. 

Annað:
**Laus við kaupsamning**
-Sér stæði í bílskýli
-Gólfhiti
-Mynddyrasími. 
-Ljósleiðari er tengdur úr sameign inn í hverja íbúð og þaðan í tengil í stofu.

Almennt um Stekkjartún 32

Húsið er samtals með 22 íbúðum. Íbúðirnar eru vandaðar og vel hannaðar. Þær eru rúmgóðar og vel skipulagðar, en húsið er fjögurra hæða með lyftu. Opnar svalir snúa til suðvesturs. Flestum íbúðum fylgir sérmerkt bílastæði í opnu bílskýli. Í göngufæri frá húsinu eru framhaldsskólar, grunnskóli, leikskóli, sjúkrahúsið, matvöruverslun, golfvöllur og frábærar gönguleiðir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila.    (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð. 


Frekari upplýsingar:
[email protected]
[email protected]
[email protected]
[email protected]

Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955 


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.